Í fullkomnum heimi Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 31. desember 2014 09:30 "Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best.“ Dans: Vivid Þjóðleikhúsið Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Tónlist: Viktor Orri Árnason. Dansarar: Berglind Rafnsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Raluca Grada-Emandi. Hreyfigrafík: Olivia Lugojan-Ghenciu. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Það er inn í fjölbreytta flóru íslenskra dansverka sem Unnur Elísabet frumsýnir verkið sitt Vivid nú á milli jóla og nýárs. Þar heldur hún uppi merkjum meira hefðbundinnar danssköpunar þar sem vel þjálfaðir dansarar tjá með hreyfingum, innan vel gerðrar danssköpunar, hugmynd sem er undirstrikuð með áhugaverðri tónlist og fallegri umgjörð. Unnur hefur þróað sinn ákveðna stíl í danssköpun á undanförnum árum. Verkin hennar eru oftast mjög sjónræn, þau vísa til kvenlegs veruleika, hreyfingar eru í fyrirrúmi sem tjáningarform og mikið er lagt upp úr danssmíðinni sem slíkri. Það sést á þessari sýningu eins og öðrum sem hún hefur gert að nostrað er við hvert smáatriði. Hreyfingarnar í verkinu, bæði stórar og smáar, einkennast af mýkt. Mikið er um smáar hreyfingar sem krefjast nákvæmni, hraða og sterkrar samhæfingar en þó eru aldrei nein læti. Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best. Dansararnir ná góðum tökum á öllu hreyfiefninu og gefa því mikla dýpt. Verkið Vivid gerist í fullkomnum heimi að því er virðist en afhjúpar um leið yfirborðsmennsku, tilfinningaleysi, tómleika og endurtekningar. Vísað er í þann heim kvenna þar sem áhersla á yfirborðið skiptir meira máli en það sem undir liggur og ekkert má ógna hinni fullkomnu mynd út á við. Hvítir leikmunir, borð og stólar og ljósir búningar undirstrikuðu vel stemninguna og það sama má segja um hárgreiðsluna en dansararnir báru allar óaðfinnanlegan hnút í hárinu sem haggaðist ekki sama á hverju gekk. Liturinn og áferðin á samfestingunum og serkjum dansaranna voru mjög passandi og flott en sniðið minnti þó fullmikið á gríðarstór nærföt sem konur klæðast inni á kvennadeild Landspítalans eftir barnsburð og sloppana sem boðið er upp á þegar farið er í krabbameinsskoðun. Upplifun af dansverkum er eins misjöfn og þau eru mörg. Stundum eru þau þess eðlis að þau ýta við lífsskoðunum manns, stundum spila þau á tilfinningarnar og í önnur skipti fá þau mann til að hlæja. Vivid er síðan sú tegund verks sem er fyrst og fremst nautn að horfa á vegna þess hvað það er vandað þó að það búi einnig yfir boðskap sem vert er að hugsa um.Niðurstaða: Vandað og vel unnið dansverk. Gagnrýni Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dans: Vivid Þjóðleikhúsið Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Tónlist: Viktor Orri Árnason. Dansarar: Berglind Rafnsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Raluca Grada-Emandi. Hreyfigrafík: Olivia Lugojan-Ghenciu. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Það er inn í fjölbreytta flóru íslenskra dansverka sem Unnur Elísabet frumsýnir verkið sitt Vivid nú á milli jóla og nýárs. Þar heldur hún uppi merkjum meira hefðbundinnar danssköpunar þar sem vel þjálfaðir dansarar tjá með hreyfingum, innan vel gerðrar danssköpunar, hugmynd sem er undirstrikuð með áhugaverðri tónlist og fallegri umgjörð. Unnur hefur þróað sinn ákveðna stíl í danssköpun á undanförnum árum. Verkin hennar eru oftast mjög sjónræn, þau vísa til kvenlegs veruleika, hreyfingar eru í fyrirrúmi sem tjáningarform og mikið er lagt upp úr danssmíðinni sem slíkri. Það sést á þessari sýningu eins og öðrum sem hún hefur gert að nostrað er við hvert smáatriði. Hreyfingarnar í verkinu, bæði stórar og smáar, einkennast af mýkt. Mikið er um smáar hreyfingar sem krefjast nákvæmni, hraða og sterkrar samhæfingar en þó eru aldrei nein læti. Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best. Dansararnir ná góðum tökum á öllu hreyfiefninu og gefa því mikla dýpt. Verkið Vivid gerist í fullkomnum heimi að því er virðist en afhjúpar um leið yfirborðsmennsku, tilfinningaleysi, tómleika og endurtekningar. Vísað er í þann heim kvenna þar sem áhersla á yfirborðið skiptir meira máli en það sem undir liggur og ekkert má ógna hinni fullkomnu mynd út á við. Hvítir leikmunir, borð og stólar og ljósir búningar undirstrikuðu vel stemninguna og það sama má segja um hárgreiðsluna en dansararnir báru allar óaðfinnanlegan hnút í hárinu sem haggaðist ekki sama á hverju gekk. Liturinn og áferðin á samfestingunum og serkjum dansaranna voru mjög passandi og flott en sniðið minnti þó fullmikið á gríðarstór nærföt sem konur klæðast inni á kvennadeild Landspítalans eftir barnsburð og sloppana sem boðið er upp á þegar farið er í krabbameinsskoðun. Upplifun af dansverkum er eins misjöfn og þau eru mörg. Stundum eru þau þess eðlis að þau ýta við lífsskoðunum manns, stundum spila þau á tilfinningarnar og í önnur skipti fá þau mann til að hlæja. Vivid er síðan sú tegund verks sem er fyrst og fremst nautn að horfa á vegna þess hvað það er vandað þó að það búi einnig yfir boðskap sem vert er að hugsa um.Niðurstaða: Vandað og vel unnið dansverk.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira