Skemmtilega plottdrifið verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2014 09:00 „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir Harpa. Vísir/GVA „Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlisins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skilningi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgarleikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheimili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkkuheimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafnið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungumálinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verkinu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.Mynd/BorgarleikhúsiðHarpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldunautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en mannseðlið er samt við sig. Þetta er innblásið verk, þar kemur undirvitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýninguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver uppfærsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlisins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skilningi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgarleikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheimili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkkuheimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafnið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungumálinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verkinu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.Mynd/BorgarleikhúsiðHarpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldunautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en mannseðlið er samt við sig. Þetta er innblásið verk, þar kemur undirvitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýninguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver uppfærsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira