Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á árinu er Real Madrid komið á sigurbraut en liðið skellti Espanyol 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Real Madrid náði fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum en Espanyol er um miðja deild.
James Rodríguez skoraði fyrsta markið á 12. mínútu eftir sendingu frá Ronaldo. Á 28. mínútu bætti Gareth Bale við marki og staðan í hálfleik 2-0.
Nacho gerði út um leikinn fjórtán mínútum fyrir leikslok.
