Fótbolti

Ekki Þrándarson heldur bara Aron

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Elís, Calle Björk, Tero Mäntylä og Daníel Leó Grétarsson með treyjurnar sínar.
Aron Elís, Calle Björk, Tero Mäntylä og Daníel Leó Grétarsson með treyjurnar sínar. mynd/twitter skjáskot
Norska úrvalsdeildarliðið Álasund kynnti fjóra nýja leikmenn formlega til sögunnar hjá félaginu í dag, en þar á meðal eru tveir Íslendingar.

Aron Elís Þrándarson, sem Álasundi keypti frá Víkingi, og Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson eru gengnir í raðir liðsins, en einnig voru kynntir til leiks Svíinn Calle Björk og Finninn Tero Mäntylä.

Calle Björk kemur til Álasunds frá Brattvåg IL en Finninn Mäntylä var síðast á mála hjá búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad sem var með Liverpool í riðli í Evrópudeildinni.

Aron Elís verður númer ellefu hjá Álasundi og verður ekki með Þrándarson, eða Thrandarson, aftan á treyjunni heldur bara fornafnið Aron. Daníel Leó verður númer þrjú og notast við eftirnafnið.

Álasund var í fallbaráttu lengi vel í norsku úrvalsdeildinni á síðsutu leiktíð, en liðið ætlar sér stærri hluti í sumar og stefnir á efstu fjögur sætin, en það náði fjórða sæti árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×