Körfubolti

Ellefu stig frá Sigurði í tapi Solna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurður Gunnar í leik með Grindavík.
Sigurður Gunnar í leik með Grindavík. vísir/vilhelm
Sigurður Gunnar Þorsteinsson og félagar hans í Solna Vikings þurftu að sætta sig við tap, 86-79, gegn Borås Basket á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Solna var með fimm stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-55, en heimamenn unnu hann með tólf stigum og leikinn með sjö stigum.

Leikurinn var jafn og spennandi undir lokin, en þegar ein og hálf mínúta var eftir var staðan jöfn, 79-79. Heimamenn voru þó sterkari á endasprettinum, skoruðu sjö síðustu stigin og tryggðu sér sigurinn, 86-79.

Sigurður spilaði rúmar 33 mínútur í leiknum og skoraði ellefu stig auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Solna Vikings er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir átján umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×