Bragðbætum lífið með smá mintu 19. janúar 2015 18:00 Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar. Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Sjá meira
Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar.
Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Sjá meira