Gerir skúlptúra úr neonlituðum límmiðum 17. janúar 2015 15:00 Mynd af verkinu Hrúga I, sem er einn skúlptúranna á sýningunni. Mynd/Helga Sif Guðmundsdóttir Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira