Finnur Orri Margeirsson skrifaði í dag undir eins árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström. Frá þessu var greint á heimasíðu félagsins.
Finnur kemur til Lilleström frá FH en hann gekk til liðs við Fimleikafélagið frá Breiðabliki eftir síðasta tímabil.
Finnur náði þó aldrei að spila keppnisleik fyrir FH, en hann var með ákvæði í samningi sínum um að hann gæti farið frá félaginu ef lið utan Íslands sýndi honum áhuga.
Rúnar Kristinsson tók við þjálfun Lilleström síðasta haust, en Finnur er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem hann fær til félagsins.
Finnur Orri skrifaði undir hjá Lilleström

Tengdar fréttir

Finnur Orri fer til Lilleström
Fer frá FH án þess að spila leik fyrir félagið.

Horfðu á fyrstu æfingu Rúnars hjá Lilleström
Nú stendur yfir fyrsta æfing Lilleström undir stjórn þjálfaranna Rúnars Kristinssonar og Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.

Finnur Orri búinn að gera eins árs samning við Lilleström
Finnur Orri Margeirsson hefur náð samkomulagi við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström og er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari liðsins, fær til liðsins.

Lilleström byrjar með mínus eitt stig vegna fjárhagsvandræða
VG greinir frá þessu í kvöld.