Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 23:45 Vísir/AFP Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30