Aðeins helmingur bílavarahluta lækkar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 11:06 Um það bil helmingur bílavarahluta lækkar vegna niðurfellingar á vörugjöldum. Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent
Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent