Handbolti

Björn Bergmann lánaður til FCK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson, framherjinn öflugi sem er á mála hjá Úlfunum í C-deildinni á Englandi, hefur verið lánaður til FC Kaupmannahafnar.

Danska félagið er með forkaupsrétt á Birni eftir lánstímann og getur fengið hann endanlega í sínar raðir hafði það áhuga á því í sumar.

Björn Bergmann hefur fengið fá tækifæri með Úlfunum undanfarin misseri, en hann var á síðasta ári lánaður til Molde og varð tvöfaldur meistari með liðinu.

Þjálfari FCK er Norðmaðurinn Ståle Solbakken sem keypti Björn Bergmann til Úlfanna þegar hann var stjóri liðsins.

FCK er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×