Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld.
Frakkarnir keyrðu yfir Slóvena strax í upphafi og leiddu með átta mörkum í hálfleik, 18-10. Eftirleikurinn var því nánast formsatriði.
Daniel Narcisse skoraði sex mörk fyrir Frakka og Nikola Karabatic fimm. Thierry Omeyer varði eins og berserkur og var með hátt í 70 prósent markvörslu.
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum.
