Tvö stór mót á döfinni um helgina 28. janúar 2015 10:30 Hvernig formi ætli Woods verði í á nýju tímabili? AP/Getty Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira