Bill Haas sigraði á Humana Challenge 26. janúar 2015 01:00 Haas sýndi stáltaugar á lokahringnum. Getty Bill Haas sigraði á Humana Challenge í annað sinn í gærkvöldi en sigurinn er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Gríðarleg mikil spenna einkenndi lokahringinn en þegar Haas var á 15. holu voru sex kylfingar jafnir á 21 höggi undir pari í forystunni. Á 16. holu nældi hann sér síðan í góðan fugl og skaust þar með upp fyrir restina. Tvö pör á síðustu tveimur holunum tryggðu honum sigurinn en hann sigraði einnig á mótinu árið 2010. Þá er gaman að geta þess að faðir hans, Jay Haas, hefur einnig sigrað á sama móti en það gerði hann árið 1988. Fimm kylfingar deildu öðru sætinu en það voru þeir Matt Kuchar, Charley Hoffman, Brendan Steele, Steve Wheatcroft og Sung Joon Park. Fyrir sigurinn fékk Bill Haas rúmlega 130 milljónir króna sem verður að teljast ágætt kaup fyrir fjóra vel spilaða golfhringi í sólinni í Kaliforníu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open en þar mun Tiger Woods hefja tímabil sitt á mótaröðinni ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bill Haas sigraði á Humana Challenge í annað sinn í gærkvöldi en sigurinn er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Gríðarleg mikil spenna einkenndi lokahringinn en þegar Haas var á 15. holu voru sex kylfingar jafnir á 21 höggi undir pari í forystunni. Á 16. holu nældi hann sér síðan í góðan fugl og skaust þar með upp fyrir restina. Tvö pör á síðustu tveimur holunum tryggðu honum sigurinn en hann sigraði einnig á mótinu árið 2010. Þá er gaman að geta þess að faðir hans, Jay Haas, hefur einnig sigrað á sama móti en það gerði hann árið 1988. Fimm kylfingar deildu öðru sætinu en það voru þeir Matt Kuchar, Charley Hoffman, Brendan Steele, Steve Wheatcroft og Sung Joon Park. Fyrir sigurinn fékk Bill Haas rúmlega 130 milljónir króna sem verður að teljast ágætt kaup fyrir fjóra vel spilaða golfhringi í sólinni í Kaliforníu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open en þar mun Tiger Woods hefja tímabil sitt á mótaröðinni ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira