Fjórir jafnir fyrir lokahringinn á Humana Challenge 25. janúar 2015 13:00 Eric Compton deilir forystunni í Kaliforníu. AP/Getty Það má búast við spennandi lokahring á Humana Challenge mótinu sem hluti er af PGA-mótaröðinni en eftir þrjá hringi á þremur mismunandi völlum í eyðimörkinni í Kaliforníu deila fjórir kylfingar forystunni á 17 höggum undir pari. Það eru þeir Bill Haas, Michael Putnam, Justin Thomas og Eric Compton en sá síðastnefndi á sér marga aðdáendur á mótaröðinni þar sem hann berst við bestu kylfinga heims þrátt fyrir að hafa farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni. Þá eru einnig fjórir kylfingar jafnir í fimmta sæti aðeins einu höggi á eftir forystusauðunum en þar má helst nefna Matt Kuchar sem hefur verið í toppbaráttunni alla helgina. Bæði Phil Michelson og Keegan Bradley hófu keppnistímabil sitt á Humana Challenge um helgina en þeir hafa báðir leikið ágætt golf án þess þó að hafa náð að blanda sér í baráttu efstu manna. Lokahringurinn fer fram í kvöld og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan 20:00. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það má búast við spennandi lokahring á Humana Challenge mótinu sem hluti er af PGA-mótaröðinni en eftir þrjá hringi á þremur mismunandi völlum í eyðimörkinni í Kaliforníu deila fjórir kylfingar forystunni á 17 höggum undir pari. Það eru þeir Bill Haas, Michael Putnam, Justin Thomas og Eric Compton en sá síðastnefndi á sér marga aðdáendur á mótaröðinni þar sem hann berst við bestu kylfinga heims þrátt fyrir að hafa farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni. Þá eru einnig fjórir kylfingar jafnir í fimmta sæti aðeins einu höggi á eftir forystusauðunum en þar má helst nefna Matt Kuchar sem hefur verið í toppbaráttunni alla helgina. Bæði Phil Michelson og Keegan Bradley hófu keppnistímabil sitt á Humana Challenge um helgina en þeir hafa báðir leikið ágætt golf án þess þó að hafa náð að blanda sér í baráttu efstu manna. Lokahringurinn fer fram í kvöld og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan 20:00.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira