Handbolti

Fimm mörk Örnu Sifjar dugðu skammt í grátlegu tapi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arna Sif hefur spilað frábærlega með Aarhus á tímabilinu.
Arna Sif hefur spilað frábærlega með Aarhus á tímabilinu. vísir/valli
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handbolta, átti enn og aftur góðan leik fyrir SK Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þessi gríðarlega öflugi línumaður skoraði fimm mörk úr sex skotum fyrir Árósaliðið sem tapaði þó fyrir Ringköping, 28-27, á heimavelli.

Heimakonur komust yfir, 27-26, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, en gestirnir skoruðu síðustu tvö mörkin og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoruðu þeir úr vítakasti þegar 30 sekúndur voru til leiksloka.

Árósaliðið er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum með tólf stig eftir sextán leiki, en Rinköping komst með sigrinum upp í níunda sætið með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×