Murakami hrifinn af Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 23:26 Murakami þykir með merkustu rithöfundum heims. Vísir/AFP Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira