Fylkir og Selfoss græða yfir 40 milljónir á Viðari Erni Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 20. janúar 2015 10:56 Viðar Örn Kjartansson. vísir/vilhelm Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40
Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00
Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53
Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30