Tiger í tómu tjóni 30. janúar 2015 21:30 Þessi mynd af Tiger í dag segir allt sem segja þarf. Getty Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað. Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað.
Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira