Fótbolti

Viking selur Sverrir Inga til Lokeren

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. vísir/daníel
Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Aftenbladet segir frá því í dag að Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum.

Viking hafði áður hafnað tilboði upp á fimm milljónir norskra króna en  Aftenbladet hefur heimildir fyrir að nýja tilboðið sé meira en sex milljónir norskra króna sem gerir meira en 103 milljónir íslenskar.

Sverrir Ingi fer ekki til Ólafs Kristjánssonar.vísir/daníel
Sverrir Ingi á eftir að semja um kaup og kjör sem og að standast læknisskoðun og um leið og það er gengið í gegn er hann orðinn leikmaður Lokeren.

Danska liðið Norsjælland hafði einnig áhuga á íslenska miðverðinum en tapaði fyrir Lokeren í kapphlaupinu um einn efnilegast íslenska varnarmanninn í dag.

Viking hefur bara þrisvar selt miðverði fyrir hærri upphæð en það voru Brede Hangeland og Hannu Tihinen.

Sverrir Ingi er 21 árs gamall og var bara búinn að spila eitt ár með norska liðinu en hann er uppalinn í Breiðabliki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×