Handbolti

Erfitt kvöld fyrir Tandra í tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Vísir/Valli
Tandri Már Konráðsson og félagar í Ricoh HK urðu að sætta sig við fjögurra marka tap á útivelli á móti Sävehof, 28-24, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Tandri Már Konráðsson fann sig ekki í kvöld og var meðal annars í mínus í framlagsseinkunn sænska handboltasambandsins sem er reiknuð út frá tölfræði leikmanna.

Tandri Már skoraði 3 mörk úr 10 skotum og gaf 2 stoðsendingar en hann tapaði einnig fimm boltum í leiknum. Einkunn hans var -0,3.

Sävehof var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa unnið síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiksins 3-1.

Ricoh HK er í tólfta sæti deildarinnar, sjö stigum og fimm sætum neðar en Sävehof. Tandri Már og félagar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir HM-fríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×