Stjörnubilaður rallakstur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 14:11 Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent