Handbolti

Guif styrkti stöðu sína í öðru sæti | Vignir skoraði 4 mörk í eins marks tapi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Rafn náði sér ekki á strik en það kom ekki að sök
Aron Rafn náði sér ekki á strik en það kom ekki að sök vísir/vilhelm
Eskilstuna Guif lagði Drott 38-31 á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í dönsku úrvalsdeildinni tapaði Midtjylland fyrir Team Tvis Holstebro 30-29.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði 4 mörk fyrir Guif og Aron Rafn Eðvarðsson varði 2 skot í markinu en hann náði sér ekki á strik í leiknum.

Guif er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Kristianstad en tveimur stigum á undan Alingsås sem tapaði fyrir Kristianstad í dag. Ystads sem er í fjórða sæti tapaði einnig sínum leik.

Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Midtjylland sem missti niður örugga forystu gegn Team Tvis Holstebro.

Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var Midtjylland 28-25 yfir en þá skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð og komu sér yfir. Holstebro tryggði sér sigurinn þegar 11 sekúndur voru eftir.

Midtjylland er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig í 20 leikjum. Holstebro er með 22 stig í 6. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×