Haukar áttu ekki í vandræðum með tryggja sér sæti í undanúrslit Coca Cola bikars karla í handbolta í dag þegar liðið lagði ÍBV 2 á útivelli 33-21.
Haukar voru 16-10 yfir í hálfleik og trygðu sér sæti í úrslitahelginni í Laugardalshöllinni vandræða lítið.
Heimir Óli Heimisson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka og Adam Haukur Baumruk og Vilhjálmur Geir Hauksson 5 mörk hvor.
Sigurður Bragason fór fyrir leikreyndu liðið ÍBV 2 og skoraði 6 mörk. Hilmar Björnsson skoraði 5 mörk.
Þetta var annar sigur Hauka í Vestmannaeyjum á skömmum tíma því Haukar lögðu ÍBV í deildinni í Eyjum á fimmtudag.
Haukar örugglega í undanúrslit
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti



Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1



Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn
Fleiri fréttir
