Haukar áttu ekki í vandræðum með tryggja sér sæti í undanúrslit Coca Cola bikars karla í handbolta í dag þegar liðið lagði ÍBV 2 á útivelli 33-21.
Haukar voru 16-10 yfir í hálfleik og trygðu sér sæti í úrslitahelginni í Laugardalshöllinni vandræða lítið.
Heimir Óli Heimisson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka og Adam Haukur Baumruk og Vilhjálmur Geir Hauksson 5 mörk hvor.
Sigurður Bragason fór fyrir leikreyndu liðið ÍBV 2 og skoraði 6 mörk. Hilmar Björnsson skoraði 5 mörk.
Þetta var annar sigur Hauka í Vestmannaeyjum á skömmum tíma því Haukar lögðu ÍBV í deildinni í Eyjum á fimmtudag.
Haukar örugglega í undanúrslit
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
