Coca Cola hættir við auglýsingaherferð eftir að hafa vitnað í Mein Kampf ingvar haraldsson skrifar 6. febrúar 2015 10:09 vísir/getty Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira