Mikið rekstrartap GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 09:18 Chevrolet Corvette, en Chevrolet tilheyrir General Motors. Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent