Er Dortmund að fara að falla? - Ellefta deildartapið staðreynd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2015 20:57 Jürgen Klopp er ekki að ná að bjarga Dortmund. vísir/getty Borussia Dortmund hélt uppteknum hætti í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Augsburg, 1-0, á heimavelli. Raul Bobadilla skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu, en gestirnir misstu mann af 64. mínútu. Þrátt fyrir að spila einum fleiri síðustu 25 mínúturnar eða svo tókst Dortmund ekki einu sinni að ná í stig. Jürgen Klopp getur ekki kvartað mikið yfir meiðslavandræðum lengur, en hann stillti upp eins góðu lið og hann getur í kvöld. Mats Hummels og Sokratis voru í vörninni, Gündogan á miðjunni, Marco Reus, Aubameyang og Immobile í sókninni með Nuri Sahin fyrir aftan sig. Hann gat meira segja leyft sér að geyma Neven Subotic, Shinji Kagawa og Henrik Mkhitaryan á varamannabekknum. Helstu vandræði Dortmund-liðsins er að það getur varla skorað. Það hefur aðeins skorað 18 mörk í fyrstu 19 leikjum liðsins. Bara Hamburg SV er með verri árangur. Það hefur ekki skorað nema ellefu mörk en er samt fimm sætum fyrir ofan Dortmund. Dortmund hefur aðeins einu sinni skorað meira en tvö mörk í síðustu sjö deildarleikjum sínum og er nú án sigurs á nýju ári. Það er búið að tapa tveimur leikjum og gera eitt jafntefli. Til allrar hamingju fyrir Dortmund eru fleiri stórlið í vandræðum í botnbaráttunni. Þó það sé á botninum með 16 stig eru aðeins tvö stig í öruggt sæti þar sem Hertha Berlín, Stuttgart og Freiburg eru í næstu sætum fyrir ofan með 18 stig. Þýski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Borussia Dortmund hélt uppteknum hætti í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Augsburg, 1-0, á heimavelli. Raul Bobadilla skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu, en gestirnir misstu mann af 64. mínútu. Þrátt fyrir að spila einum fleiri síðustu 25 mínúturnar eða svo tókst Dortmund ekki einu sinni að ná í stig. Jürgen Klopp getur ekki kvartað mikið yfir meiðslavandræðum lengur, en hann stillti upp eins góðu lið og hann getur í kvöld. Mats Hummels og Sokratis voru í vörninni, Gündogan á miðjunni, Marco Reus, Aubameyang og Immobile í sókninni með Nuri Sahin fyrir aftan sig. Hann gat meira segja leyft sér að geyma Neven Subotic, Shinji Kagawa og Henrik Mkhitaryan á varamannabekknum. Helstu vandræði Dortmund-liðsins er að það getur varla skorað. Það hefur aðeins skorað 18 mörk í fyrstu 19 leikjum liðsins. Bara Hamburg SV er með verri árangur. Það hefur ekki skorað nema ellefu mörk en er samt fimm sætum fyrir ofan Dortmund. Dortmund hefur aðeins einu sinni skorað meira en tvö mörk í síðustu sjö deildarleikjum sínum og er nú án sigurs á nýju ári. Það er búið að tapa tveimur leikjum og gera eitt jafntefli. Til allrar hamingju fyrir Dortmund eru fleiri stórlið í vandræðum í botnbaráttunni. Þó það sé á botninum með 16 stig eru aðeins tvö stig í öruggt sæti þar sem Hertha Berlín, Stuttgart og Freiburg eru í næstu sætum fyrir ofan með 18 stig.
Þýski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira