Gefa út plötu með kattahljóðum í stað hljóðfæra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. febrúar 2015 20:00 EL-P og Killer Mike munu leika hér á landi í sumar. vísir/getty Bandaríska hip hop sveitin, og verðandi Íslandsvinurinn, Run the Jewels átti vafalaust eina allra bestu plötu ársins 2014 en það var skífan Run the Jewels 2. Aðdáendur sveitarinnar bíða nú sveittir á efri vörinni eftir því að þeir EL-P og Killer Mike sendi frá sér plötuna Meow the Jewels sem er platan endurhljóðblönduð með kattahljóðum í stað hljóðfæra. oh my god what am I doing with my life. #MeowTheJewels A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jan 23, 2015 at 5:57pm PST Run the Jewels 2 kom út í október í fyrra en dúóið bauð fólki upp á forpanta plötuna og enn fremur upp á alls konar misgáfulega pakka í leiðinni. Fyrir litla 7.500 dollara (tæpa milljón króna) færðu plötuna í fjórum vínyl eintökum, árituð plaköt, boli, eintak af öllum varningi sem hljómsveitin selur og að auki færðu tíu miða á tónleika með bandinu að eigin vali. Þú mátt koma með gest en hann fær ekki að hanga baksviðs fyrir og eftir tónleikana. Það stendur þér hins vegar til boða. 350.000 dollarar (rúmar 46 milljónir) þýða að rappararnir munu þykjast hafa áhuga á því sem þú hefur áhuga á í hálft ár. Þeir munu mæta á fundi sem þú velur, semja lag til styrktar málstaðnum og búa til heimildarmynd. Tilboðið stendur hins vegar ekki lögreglu- og/eða hryðjuverkamönnum til boða.someone made a kickstarter to fund the "MEOW THE JEWELS PACKAGE". if this gets funded i will make this album.https://t.co/6tvzp2Z3rF — el-p (@therealelp) September 17, 2014 Eitt tilboðið hljóðaði upp á 40.000 dollara (rúmar fimm milljónir) en fyrir það fé ætlaði EL-P að endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra. Aðdáandi sveitarinnar tók sig til og byrjaði með hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter og náði markinu. Undirbúningur við plötuna er þegar hafinn en EL-P er byrjaður að klippa saman nokkur lög og má heyra byrjunina á upphafslaginu Jeopardy hér að ofan. Einnig heimsóttu þeir dýraathvarf til að finna réttu kettina í verkið en upptöku af því má sjá hér fyrir neðan. Run the Jewels er meðal þeirra sveita sem mun koma fram á All Tomorrow Parties hátíðinni í sem fram fer á Ásbrú 2.-4. júlí næstkomandi. Meðal annara erlendra atriða má nefna Belle and Sebastian og Deafheaven. ATP í Keflavík Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Bandaríska hip hop sveitin, og verðandi Íslandsvinurinn, Run the Jewels átti vafalaust eina allra bestu plötu ársins 2014 en það var skífan Run the Jewels 2. Aðdáendur sveitarinnar bíða nú sveittir á efri vörinni eftir því að þeir EL-P og Killer Mike sendi frá sér plötuna Meow the Jewels sem er platan endurhljóðblönduð með kattahljóðum í stað hljóðfæra. oh my god what am I doing with my life. #MeowTheJewels A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jan 23, 2015 at 5:57pm PST Run the Jewels 2 kom út í október í fyrra en dúóið bauð fólki upp á forpanta plötuna og enn fremur upp á alls konar misgáfulega pakka í leiðinni. Fyrir litla 7.500 dollara (tæpa milljón króna) færðu plötuna í fjórum vínyl eintökum, árituð plaköt, boli, eintak af öllum varningi sem hljómsveitin selur og að auki færðu tíu miða á tónleika með bandinu að eigin vali. Þú mátt koma með gest en hann fær ekki að hanga baksviðs fyrir og eftir tónleikana. Það stendur þér hins vegar til boða. 350.000 dollarar (rúmar 46 milljónir) þýða að rappararnir munu þykjast hafa áhuga á því sem þú hefur áhuga á í hálft ár. Þeir munu mæta á fundi sem þú velur, semja lag til styrktar málstaðnum og búa til heimildarmynd. Tilboðið stendur hins vegar ekki lögreglu- og/eða hryðjuverkamönnum til boða.someone made a kickstarter to fund the "MEOW THE JEWELS PACKAGE". if this gets funded i will make this album.https://t.co/6tvzp2Z3rF — el-p (@therealelp) September 17, 2014 Eitt tilboðið hljóðaði upp á 40.000 dollara (rúmar fimm milljónir) en fyrir það fé ætlaði EL-P að endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra. Aðdáandi sveitarinnar tók sig til og byrjaði með hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter og náði markinu. Undirbúningur við plötuna er þegar hafinn en EL-P er byrjaður að klippa saman nokkur lög og má heyra byrjunina á upphafslaginu Jeopardy hér að ofan. Einnig heimsóttu þeir dýraathvarf til að finna réttu kettina í verkið en upptöku af því má sjá hér fyrir neðan. Run the Jewels er meðal þeirra sveita sem mun koma fram á All Tomorrow Parties hátíðinni í sem fram fer á Ásbrú 2.-4. júlí næstkomandi. Meðal annara erlendra atriða má nefna Belle and Sebastian og Deafheaven.
ATP í Keflavík Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira