Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þetta var ljótt að sjá. mynd/skjáskot Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00