Audi smíðar kraftaútgáfu Q7 Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 10:58 Audi Q7 kemur brátt af nýrri kynslóð og einnig í kraftaútgáfu. Audi neitaði sér lengi um smíði jeppa í samkeppninni við hina þýsku lúxusbílaframleiðendurna. Audi setti fyrst á markað Q7 jeppann árið 2005 og eftir honum fylgdu svo Q5 og Q3 jepplingarnir. Kraftaútgáfur fólksbíla Audi hafa lengi verið við líði og bera þeir stafina S eða RS. Lengi hafði Audi þó ekki fundist ástæða til að útbúa jeppa og jepplinga sína þannig. Það breyttist þó árið 2013 er SQ5 og RS Q3 komu á markað. Nú er komið að stærsta bílnum að fá þessa meðferð, þ.e, jeppanum Q7. Það er vefsíða Top Gear sem greinir frá þessum áætlunum Audi. Þar segir að ekki sé ljóst hvort bíllinn fái stafina S eða RS. Ekki er heldur ljóst hvort bíllinn verður með bensín- eða dísilvél. Audi SQ5 er t.d. með 313 hestafla dísilvél. Það er ef til vill ekki skrítið að Audi setji á markað kraftaútgáfu af Q7 jeppanum, en keppinautarnir bjóða bíla eins og Mercedes GL63 AMG, BMW X5 M, Range Rover Sport SVR, Porsche Cayenne Turbo og Bentley Bentayga. Hafa verður þó í huga að þeir tveir síðastnefndu tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni, líkt og Audi. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent
Audi neitaði sér lengi um smíði jeppa í samkeppninni við hina þýsku lúxusbílaframleiðendurna. Audi setti fyrst á markað Q7 jeppann árið 2005 og eftir honum fylgdu svo Q5 og Q3 jepplingarnir. Kraftaútgáfur fólksbíla Audi hafa lengi verið við líði og bera þeir stafina S eða RS. Lengi hafði Audi þó ekki fundist ástæða til að útbúa jeppa og jepplinga sína þannig. Það breyttist þó árið 2013 er SQ5 og RS Q3 komu á markað. Nú er komið að stærsta bílnum að fá þessa meðferð, þ.e, jeppanum Q7. Það er vefsíða Top Gear sem greinir frá þessum áætlunum Audi. Þar segir að ekki sé ljóst hvort bíllinn fái stafina S eða RS. Ekki er heldur ljóst hvort bíllinn verður með bensín- eða dísilvél. Audi SQ5 er t.d. með 313 hestafla dísilvél. Það er ef til vill ekki skrítið að Audi setji á markað kraftaútgáfu af Q7 jeppanum, en keppinautarnir bjóða bíla eins og Mercedes GL63 AMG, BMW X5 M, Range Rover Sport SVR, Porsche Cayenne Turbo og Bentley Bentayga. Hafa verður þó í huga að þeir tveir síðastnefndu tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni, líkt og Audi.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent