Aron Elís með sitt fyrsta mark | Sjáið markið og viðtalið eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2015 09:00 Aron Elís Þrándarson. Mynd/Heimasíða Aalesunds FK Aron Elís Þrándarson opnaði markareikning sinn fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Aalesunds FK í æfingaleik á móti b-deildarliði Kristiansund um helgina. Aron Elís skoraði fyrsta mark leiksins en Aalesunds FK vann þarna 3-1 sigur á Kristiansund. Aron Elís var ekki eini Íslendingurinn í byrjunarliðinu því Daníel Leó Grétarsson byrjaði á hinum kantinum. Það er hægt að sjá mark Arons hér fyrir neðan en einnig viðtal við hann á heimasíðu félagsins. „Þetta var betri hjá okkur en í síðasta leik en það eru samt hlutir sem við þurfum að bæta. Þetta var skref í rétta átt og nú förum við til La Manga þar sem að við getum bætt okkur enn frekar," sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali á heimasíðu Aalesund en viðtalið fór fram á ensku. Spyrillinn fékk Aron Elís til að lýsa fyrsta marki sínu fyrir Aalesunds FK. „Ég fékk boltann og sendi hann út á kant til Akeem (Latifu) og reyndi síðan að finna mér stað í vítateignum. Hann náði góðri fyrirgjöf, mér tókst að ná góðri fyrstu snertingu og kláraði síðan vel," sagði Aron Elís. „Það var mjög góð tilfinning að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið. Ég var búinn að bíða eftir þessu marki í tvo leiki en nú kom markið loksins og vonandi get ég skorað fleiri," sagði Aron Elís. Liðið er nú að fara í æfingabúðir til suður Spánar. „Það verður gott að breyta aðeins til og komast líka á náttúrulegt gras. Við mætum tveimur liðum úr úrvalsdeildinni og ég hlakka til þess," sagði Aron Elís en eins og áður sagði er hægt að sjá viðtalið og markið hans hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Aron Elís Þrándarson opnaði markareikning sinn fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Aalesunds FK í æfingaleik á móti b-deildarliði Kristiansund um helgina. Aron Elís skoraði fyrsta mark leiksins en Aalesunds FK vann þarna 3-1 sigur á Kristiansund. Aron Elís var ekki eini Íslendingurinn í byrjunarliðinu því Daníel Leó Grétarsson byrjaði á hinum kantinum. Það er hægt að sjá mark Arons hér fyrir neðan en einnig viðtal við hann á heimasíðu félagsins. „Þetta var betri hjá okkur en í síðasta leik en það eru samt hlutir sem við þurfum að bæta. Þetta var skref í rétta átt og nú förum við til La Manga þar sem að við getum bætt okkur enn frekar," sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali á heimasíðu Aalesund en viðtalið fór fram á ensku. Spyrillinn fékk Aron Elís til að lýsa fyrsta marki sínu fyrir Aalesunds FK. „Ég fékk boltann og sendi hann út á kant til Akeem (Latifu) og reyndi síðan að finna mér stað í vítateignum. Hann náði góðri fyrirgjöf, mér tókst að ná góðri fyrstu snertingu og kláraði síðan vel," sagði Aron Elís. „Það var mjög góð tilfinning að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið. Ég var búinn að bíða eftir þessu marki í tvo leiki en nú kom markið loksins og vonandi get ég skorað fleiri," sagði Aron Elís. Liðið er nú að fara í æfingabúðir til suður Spánar. „Það verður gott að breyta aðeins til og komast líka á náttúrulegt gras. Við mætum tveimur liðum úr úrvalsdeildinni og ég hlakka til þess," sagði Aron Elís en eins og áður sagði er hægt að sjá viðtalið og markið hans hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira