Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:00 Annar af markaskorurum Bayern í kvöld og fyrirliðinn Glódís Perla. Harry Langer/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða þegar Bayern München tók á móti Vålerenga í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta í kvöld. Bayern gerði út um leikinn snemma leiks. Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51