Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ ingvar haraldsson skrifar 15. febrúar 2015 21:22 Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. vísir/vilhelm „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi. Bolludagur Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi.
Bolludagur Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira