Hvaða bílar falla minnst í verði? Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 10:53 Range Rover er eini bíllinn í Bandaríkjunum sem hækkar í verði eftir eins árs eignarhald. Ólíklegt er að það sama eigi við hér á landi. Um leið og nýjum bíl er ekið frá söluaðila hans lækkar hann í verði. Það er döpur staðreynd fyrir kaupendur, en við því er hinvegar hægt að bregðast með því að kaupa rétta bílinn. Í Bandaríkjunum hefur iSeeCars tekið saman lista yfir þá bíla sem lækka minnst í verði eftir eins ár eignarhald og þá bíla sem lækka mest. Að meðaltali lækka bílar um 17% í verði eftir eins árs eignarhald. Forvitnilegt er að á listanum yfir þá bíla sem lækka minnst má finna bíl sem hækkar í verði um 3,3%, en það er Range Rover. Sá sem stendur sig næst best er Subaru Impreza sem lækkar aðeins um 3%. Annars er listinn yfir þá bestu svona og athygli vekur að af þeim 10 bestu eru 7 japanskir:Range Rover +3,3%Subaru Impreza -3,0%Toyota Tacoma -6,9%Jeep Wrangler Rubicon -7,1%Nissan Frontier -7,9%Mercedes Benz G-Class -8,0%Scion xB -8,2%Nissan Versa 8,7%Toyota FJ Cruiser -8,7%Honda CR-V -9,0% Þeir bílar sem falla mest í verði eftir eins ár eignarhald eru þessir:Hyundai Genesis -38,2%Smart ForTwo -36,9%Cadillac CTS -36,9%Chevrolet Impala -33,5%GMC Yukon XL -32,8%Volvo S80 -32,6%Mercedes S-Class -32,4%Lincoln MKS -30,4%Mini Cooper -29,3%Jaguar XK -29,2% Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Um leið og nýjum bíl er ekið frá söluaðila hans lækkar hann í verði. Það er döpur staðreynd fyrir kaupendur, en við því er hinvegar hægt að bregðast með því að kaupa rétta bílinn. Í Bandaríkjunum hefur iSeeCars tekið saman lista yfir þá bíla sem lækka minnst í verði eftir eins ár eignarhald og þá bíla sem lækka mest. Að meðaltali lækka bílar um 17% í verði eftir eins árs eignarhald. Forvitnilegt er að á listanum yfir þá bíla sem lækka minnst má finna bíl sem hækkar í verði um 3,3%, en það er Range Rover. Sá sem stendur sig næst best er Subaru Impreza sem lækkar aðeins um 3%. Annars er listinn yfir þá bestu svona og athygli vekur að af þeim 10 bestu eru 7 japanskir:Range Rover +3,3%Subaru Impreza -3,0%Toyota Tacoma -6,9%Jeep Wrangler Rubicon -7,1%Nissan Frontier -7,9%Mercedes Benz G-Class -8,0%Scion xB -8,2%Nissan Versa 8,7%Toyota FJ Cruiser -8,7%Honda CR-V -9,0% Þeir bílar sem falla mest í verði eftir eins ár eignarhald eru þessir:Hyundai Genesis -38,2%Smart ForTwo -36,9%Cadillac CTS -36,9%Chevrolet Impala -33,5%GMC Yukon XL -32,8%Volvo S80 -32,6%Mercedes S-Class -32,4%Lincoln MKS -30,4%Mini Cooper -29,3%Jaguar XK -29,2%
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent