Handbolti

Tandri Már og félagar bíða enn eftir fyrsta sigri ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Vísir/Valli
Tandri Már Konráðsson og félagar hans í Ricoh HK þurftu að sætta sig við stórt tap á útivelli á móti HK Drott í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

HK Drott vann leikinn á endanum með þrettán marka mun, 33-20, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9.

Tandri Már skoraði 3 mörk í kvöld úr 8 skotum en það hefur gengið illa hjá honum í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem hann hefur aðeins nýtt sex af sextán skotum sínum.

Ricoh HK hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum eftir HM-fríið en það eru jafnfram þrír fyrstu leikir liðsins á árinu 2015.

HK Drott var heldur ekki búið að vinna leik á árinu 2015 og Ricoh gat náð þeim að stigum með sigri. Það var hinsvegar aldrei í spilunum í Halmstad í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×