Íslenska U17 ára landsliðið í fótbolta vann Norður-Írland, 1-0, í vináttuleik sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í hádeginu í dag.
Eina mark leiksins skoraði Víkingurinn Erlingur Agnarsson á 31. mínútu eftir undirbúning Kolbeins Birgis Finnssonar.
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, komst næst því að skora í seinni hálfleik, en hann skaut yfir markið úr aukaspyrnu í uppbótartíma.
Liðin mættust einnig á þriðjudaginn í Kórnum og þá vann Ísland einnig, 1-0, með marki Daða Snæs Ingasonar úr Haukum.
U17 ára liðið komst í milliriðla Evrópukeppninnar, en þar mætir liðið Austurríki, Wales og Rússlandi. Leikið verður í Rússlandi, en þessir leikir voru undirbúningur fyrir þá keppni.
Annar sigur piltanna á Norður-Írum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn




United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
