Handbolti

Strákarnir hans Arons með níu stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari KIF Kolding.
Aron Kristjánsson, þjálfari KIF Kolding. Vísir/Eva Björk
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, stýrði liði KIF Kolding til sigurs á móti Ribe í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

KIF Kolding vann leikinn 26-22 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11.

KIF Kolding hefur þar með unnið sex deildarleiki í röð og alls 19 af 21 leik í deildinni í vetur.

KIF Kolding er nú komið með níu stiga forskot á AaB Håndbold sem á reyndar leik inni á morgun.

Lukas Karlsson, Torsten Laen og Bo Spellerberg voru markahæstir í liði KIF Kolding með fimm mörk hver en hinn gamalreyndi Kasper Hvidt varði 50 prósent skotanna í marki liðsins.

Sænska stórskyttan Kim Andersson skoraði tvö mörk en hann átti einnig fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×