Viðskipti erlent

Grikkir ræða við fjármálaráðherra Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Grikkir munu í dag ræða við fjármálaráðherra evrusamstarfsins um skuldbindingar sínar vegna neyðaraðstoðar sem Grikkir fengu eftir fjármálahrunið. Nýir flokkar komust til valda í Grikklandi í síðasta mánuði, en þeir höfðu lofað að fá undanþágur frá lánadrottnum sínum og að draga úr aðhaldi í opinberum fjármálum.

Helstu lánadrottnar Grikklands eru Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB.

Grikkir vilja slíta öllum samningum og gera nýja, en embættismenn Evrópusambandsins hafa sett sig alfarið á móti þeirri hugmynd. Grikkir munu þó kynna tillögur sínar á fundinum í dag.

Á vef BBC segir að formaður Syriza-flokksins í Grikklandi hafi sagt að skilyrði neyðaraðstoðarinnar hafi hafi gert Grikkland fátækt.

Samkvæmt vef Guardian sagði formaður Eurogroup ráðinu að mögulega væri hægt að breyta samkomulaginu, en helstu atriði þess yrðu að halda sér. Í Eurogroup sitja fjármálaráðherra evruríkjanna.

AP fréttaveitan segir óljóst hve strangir ráðherrarnir geti verið við Grikkland, en mögulega gæti landið þurft að hætta með evruna. Forsætisráðherra Grikklands segir enga aðra leið í boði fyrir land sitt, en að endurskrifa samningana og draga úr kostnaði ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×