Ný Kia Optima í Genf Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 11:38 Framhlutinn af nýjum Kia Optima. Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent