Nýr Volkswagen á milli Passat og Phaeton Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 15:46 Nýr Volkswagen coupe tilraunabíll. Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent