Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 14:30 Hafþór Júlíus Björnsson yrði frábær línumaður að mati Kristjáns. vísir/getty/eva björk/pjetur Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“ Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“
Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira