Gervinho svaraði kynþáttahatrinu með sigurmarki | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 08:45 Gervinho fagnar markinu en á minni myndinni sést fjórði dómari leiksins fjarlægja bananann. vísir/getty/afp Stöðva þurfti seinni leik Feyenoord og Roma í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór á De Kuip-vellinum í Rotterdam í gærkvöldi í tíu mínútur í seinni hálfleik vegna óláta. Allt varð vitlaust á meðal stuðningsmanna Feyenoord þegar Mitchell te Vrede fékk rautt spjald fyrir brot á Kostas Manolas, leikmanni Roma. Liðin þurftu að yfirgefa völlinn því inn á hann rigndi allskonar hlutum úr stúkunni, meðal annars stórum uppblásnum banana sem kastað var í áttina að Fílabeinsstrendingnum Gervinho, fyrrverandi leikmanni Arsenal. Gervinho lét kynþáttníð heimamanna ekkert á sig á fá á meðan leik stóð og skoraði sigurmarkið, 2-1, fimm mínútum eftir að leik var haldið áfram. Með því skaut hann Roma áfram samanlagt, 3-2. Lögreglan í Rotterdam fangelsaði 17 stuðningsmenn Feyenoord og einn Ítala fyrr um daginn, en borgarstjórinn í Rotterdam setti á neyðarlög fyrir leikinn skyldu svipaðir hlutir gerast og fyrir fyrri viðureign liðanna í Rómarborg. Þar létu stuðningsmenn Feyenoord öllum illum látum. Þeir börðust við lögregluna á götum úti og skemmdu byggingar í Róm. Það er morgunljóst að Feyenoord á vændum myndarlega sekt frá UEFA og mögulega þarf liðið að leika fyrir luktum dyrum næst þegar það spilar í Evrópukeppni.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu vítakeppni Besiktas og Liverpool Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni á grátlegan hátt í kvöld. 26. febrúar 2015 21:01 Tottenham úr leik í Evrópudeildinni Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap, 2-0, gegn Fiorentina á Ítalíu. 26. febrúar 2015 13:18 Lukaku í stuði | Úrslit kvöldsins Everton hélt uppi heiðri enskra knattspyrnufélaga í kvöld er liðið komst áfram í 16-liða úrslitin. 26. febrúar 2015 13:21 Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni. 26. febrúar 2015 13:17 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Stöðva þurfti seinni leik Feyenoord og Roma í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór á De Kuip-vellinum í Rotterdam í gærkvöldi í tíu mínútur í seinni hálfleik vegna óláta. Allt varð vitlaust á meðal stuðningsmanna Feyenoord þegar Mitchell te Vrede fékk rautt spjald fyrir brot á Kostas Manolas, leikmanni Roma. Liðin þurftu að yfirgefa völlinn því inn á hann rigndi allskonar hlutum úr stúkunni, meðal annars stórum uppblásnum banana sem kastað var í áttina að Fílabeinsstrendingnum Gervinho, fyrrverandi leikmanni Arsenal. Gervinho lét kynþáttníð heimamanna ekkert á sig á fá á meðan leik stóð og skoraði sigurmarkið, 2-1, fimm mínútum eftir að leik var haldið áfram. Með því skaut hann Roma áfram samanlagt, 3-2. Lögreglan í Rotterdam fangelsaði 17 stuðningsmenn Feyenoord og einn Ítala fyrr um daginn, en borgarstjórinn í Rotterdam setti á neyðarlög fyrir leikinn skyldu svipaðir hlutir gerast og fyrir fyrri viðureign liðanna í Rómarborg. Þar létu stuðningsmenn Feyenoord öllum illum látum. Þeir börðust við lögregluna á götum úti og skemmdu byggingar í Róm. Það er morgunljóst að Feyenoord á vændum myndarlega sekt frá UEFA og mögulega þarf liðið að leika fyrir luktum dyrum næst þegar það spilar í Evrópukeppni.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu vítakeppni Besiktas og Liverpool Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni á grátlegan hátt í kvöld. 26. febrúar 2015 21:01 Tottenham úr leik í Evrópudeildinni Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap, 2-0, gegn Fiorentina á Ítalíu. 26. febrúar 2015 13:18 Lukaku í stuði | Úrslit kvöldsins Everton hélt uppi heiðri enskra knattspyrnufélaga í kvöld er liðið komst áfram í 16-liða úrslitin. 26. febrúar 2015 13:21 Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni. 26. febrúar 2015 13:17 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sjáðu vítakeppni Besiktas og Liverpool Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni á grátlegan hátt í kvöld. 26. febrúar 2015 21:01
Tottenham úr leik í Evrópudeildinni Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap, 2-0, gegn Fiorentina á Ítalíu. 26. febrúar 2015 13:18
Lukaku í stuði | Úrslit kvöldsins Everton hélt uppi heiðri enskra knattspyrnufélaga í kvöld er liðið komst áfram í 16-liða úrslitin. 26. febrúar 2015 13:21
Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni. 26. febrúar 2015 13:17