Neymar var skipt af velli tíu mínútum fyrir leikslok og horfði á síðustu mínúturnar af varamannabekknum. City-menn fögnuðu þegar Lionel Messi brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og einn þeirra beindi orðum sínum að Neymar.
„Ég var bara að leika mér að honum,“ sagði Neymar við brasilíska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann hóf að blóta mér og ég gerði grín að honum. Ég get ekki endurtekið það sem hann sagði. Móðir mín ól mig upp á vissan hátt en ég veit ekki hvers kyns uppeldi hann fékk frá sinni móður.“
Atvikið má sjá hér fyrir neðan.