Handbolti

Kolding tryggði sér 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það kemur í ljós á þriðjudaginn hverjum Aron og lærisveinar hans mæta í 16-liða úrslitunum.
Það kemur í ljós á þriðjudaginn hverjum Aron og lærisveinar hans mæta í 16-liða úrslitunum. vísir/getty
KIF Kolding Kobenhavn vann nauman eins marks sigur, 34-33, á sænska liðinu Alingsas í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Danirnir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15.

Með sigrinum tryggðu lærisveinar Arons Kristjánssonar sér 2. sætið í B-riðli og um leið betri stöðu þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.

Danski landsliðsmaðurinn Bo Spellerberg var markahæstur í liði Kolding í dag með sjö mörk en sænska stórskyttan Kim Andersson kom næst með sex mörk.

Þess má geta að Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn sem fór fram í Kolding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×