Magna Steyr sýnir eigin bíl Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 09:58 Magna Steyr Mila Plus kemst ágætlega úr sporunum. Magna Steyr í Austurríki er þekkt fyrir smíði einstakra bílgerða fyrir þekktra bílaframleiðenda, ekki síst blæjubíla. Magna Steyr smíðar meðal annars fyrir Audi, Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og Volvo og er hvað þekktast fyrir smíði hins harðgerða Mercedes Benz Geländerwagen jeppa sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Benz frá 1979. Fyrirtækið hefur þó aldrei framleitt bíla undir eigin nafni, hefur þó oft sýnt eigin tilraunabíla til þess eins að sýna getu fyrirtækisins, sem sannarlega ærin er. Sá nýjasti þeirra er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn kallast Mila Plus en hann er tveggja sæta tvíaflrásarbíll sem byggður er úr einstaklega léttum efnum. Drifbúnaður hans samanstendur af þriggja strokka brunavél og tveimur rafmótorum, en með þeim eingöngu kemst bíllinn fyrstu 75 kílómetrana. Sameiginlegt aflið kemur bílnum í hundrað kílómetra hraða á 3,6 sekúndum, enda býr hann að 272 hestöflum. Ef að líkum lætur verður þessi bíll aldrei fjöldaframleiddur, að minnsta kosti ekki undir nafni Magna Steyr, en fyrirtækið hefur eins og áður sagði aldrei gert slíkt og haldið sig við að framleiða bíla fyrir aðra. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Magna Steyr í Austurríki er þekkt fyrir smíði einstakra bílgerða fyrir þekktra bílaframleiðenda, ekki síst blæjubíla. Magna Steyr smíðar meðal annars fyrir Audi, Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og Volvo og er hvað þekktast fyrir smíði hins harðgerða Mercedes Benz Geländerwagen jeppa sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Benz frá 1979. Fyrirtækið hefur þó aldrei framleitt bíla undir eigin nafni, hefur þó oft sýnt eigin tilraunabíla til þess eins að sýna getu fyrirtækisins, sem sannarlega ærin er. Sá nýjasti þeirra er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn kallast Mila Plus en hann er tveggja sæta tvíaflrásarbíll sem byggður er úr einstaklega léttum efnum. Drifbúnaður hans samanstendur af þriggja strokka brunavél og tveimur rafmótorum, en með þeim eingöngu kemst bíllinn fyrstu 75 kílómetrana. Sameiginlegt aflið kemur bílnum í hundrað kílómetra hraða á 3,6 sekúndum, enda býr hann að 272 hestöflum. Ef að líkum lætur verður þessi bíll aldrei fjöldaframleiddur, að minnsta kosti ekki undir nafni Magna Steyr, en fyrirtækið hefur eins og áður sagði aldrei gert slíkt og haldið sig við að framleiða bíla fyrir aðra.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent