Jeppar og jepplingar leiða aukningu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 13:01 Nissan Qashqai var söluhæstur í jeppa- og jepplingaflokki í fyrra í Evrópu. Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent
Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent