Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 28-26 | Frammistaða Sigurðar skildi á milli í Mýrinni Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 16. mars 2015 16:42 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-26, á ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Garðbæingar Fram að stigum en Safamýrarpiltar halda 8. sætinu sökum betri árangurs í innbyrðisviðureignum liðanna.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Sigurður Ingiberg Ólafsson átti hvað stærstan þátt í sigri Stjörnunnar í kvöld en hann varði 25 skot í markinu og var með skyttur Eyjaliðsins, og þá sérstaklega Einar Sverrisson,í vasanum allan tímann. Frábær frammistaða. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með þremur mörkum, 14-11. Sigurður byrjaði leikinn í fantaformi í marki Stjörnunnar og hélt hreinu fram á 10. mínútu. Stjörnumenn gerðu hins vegar aðeins tvö mörk á þessum tíma og hefðu með meiri skynsemi og aga í sóknarleiknum haft betri forystu. Hrannar Bragi Eyjólfsson, sem byrjaði inn á í stöðu leikstjórnanda, tapaði boltanum til að mynda fjórum sinnum á fyrstu 15 mínútum leiksins. Stjörnumenn leiddu með þremur mörkum, 7-4, um miðjan fyrri hálfleik. Þá fékk Vilhjálmur Halldórsson tveggja mínútna brottvísun og það nýttu gestirnir sér, skoruðu fjögur mörk gegn einu heimamanna og jöfnuðu metin í 8-8. Í stöðunni 10-9 fyrir Stjörnuna var Grétari Þór Eyþórssyni vikið af velli. Garðbæingar spiluðu vel í yfirtölunni og komust fjórum mörkum yfir, 13-9, eftir að Hilmar Pálsson, sem tók Agnar Smára Jónsson úr umferð allan leikinn, stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Stjörnumenn leiddu sem fyrr sagði með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn vel, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og náðu fimm marka forskoti, 16-11. Garðbæingar spiluðu ljómandi vel fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu, 22-16. Egill Magnússon var frábær í seinni hálfleik, skoraði sjö mörk, tók af skarið á réttum augnablikum og deildi auk þess út stoðsendingum á félaga sína. Sverrir Eyjólfsson var einn þeirra sem naut góðs af því en hann var öflugur á línunni í kvöld og skoraði sjö mörk. En það er stutt í vitleysuna hjá Stjörnunni og þeir hleyptu Eyjamönnum inn í leikinn með afar óskynsömum leik á lokamínútunum. Gestirnir runnu á lyktina og færðust alltaf nær og nær. Þeir skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25. Nær komust þeir hins vegar ekki og Stjörnumenn fögnuðu mikilvægum sigri sem ætti að veita þeim byr undir báða vængi í baráttunni sem framundan er. Egill var þeirra markahæstur með átta mörk en Sverrir kom næstur með sjö mörk. Þá gerði Andri Hjartar Grétarsson fimm mörk úr vinstra horninu. Theodór Sigurbjörnsson, Andri Heimir Friðriksson og Agnar Smári Jónsson skoruðu fjögur mörk hver fyrir ÍBV sem er í 6. sæti deildarinnar.Egill: Annar leikurinn í vetur sem við spilum vel í 60 mínútur Egill Magnússon sýndi á sér sparihliðarnar þegar Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍBV í kvöld. Egill skoraði átta mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. Stórskyttan unga átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Hann var að vonum sáttur eftir leik, en gerðu Stjörnumenn þetta ekki full spennandi undir lokin. "Jú, ég veit það samt ekki. Þeir minnkuðu muninn mest í eitt mark, held ég," sagði Egill sem var mjög ánægður með frammistöðu Stjörnuliðsins í kvöld. "Þetta var annar leikurinn í vetur þar sem við spilum vel í 60 mínútur. Við höfum alltaf klúðrað þessu á svona 10 mínútna köflum í leikjunum í vetur, en ekki núna. "Leikurinn var mjög góður og þá sérstaklega varnarlega. Við keyrðum hratt á þá og skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum," sagði Egill sem hrósaði markverðinum Sigurði Ingiberg Ólafssyni fyrir hans þátt í sigri Stjörnunnar. "Hann tók mikilvæga bolta og var frábær sem og vörnin. Þegar vörnin er sterk er markvörðurinn oftast góður. Siggi fær hæstu einkunn fyrir þennan leik," sagði Egill að lokum.Gunnar: Hann var með okkur í vasanum Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sagði að slæm byrjun hafi orðið hans liði að falli gegn Stjörnunni í dag. "Við mættum ekki nógu klárir til leiks í kvöld," sagði Gunnar. "Eins og ég sagði við mína menn eru Stjörnumenn að berjast fyrir lífi sínu. Það er eitt að mæta liðum í 2. og 3. sæti, en annað að mæta botnliðunum á þessum tíma. Það er mjög erfitt. "Stjörnumenn voru miklu klárari og grimmari en við. Byrjunin var erfið og við náðum aldrei að hrista hana af okkur," sagði Gunnar sem var ekki sáttur með vandræðaganginn í sóknarleik ÍBV í kvöld, en Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en á 10. mínútu. "Við vorum í vandræðum sóknarlega. Þetta var erfitt, útilínan var öll köld og við klikkuðum líka á góðum færum í hornunum og á línu. "Það verður samt að gefa Sigurði (Ingiberg Ólafssyni) kredit, hann var stórkostlegur í markinu hjá Stjörnunni. Hann var með skytturnar í vasanum og tók líka færi úr hornum og línu. Hann var gjörsamlega frábær," sagði Gunnar. Hann segir að Eyjamenn þurfi að bæta leik sinn á næstunni ef þeir ætla að gera einhverjar rósir í úrslitakeppninni í vor. "Við þurfum að vera betri en þetta. Ég var að vonast til að við værum komnir með meiri stöðugleika. Við erum frábærir einn daginn og alls ekki góðir hinn daginn. Við þurfum að ná upp meiri stöðugleika fyrir úrslitakeppnina," sagði Gunnar að lokumEgill Magnússon skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-26, á ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Garðbæingar Fram að stigum en Safamýrarpiltar halda 8. sætinu sökum betri árangurs í innbyrðisviðureignum liðanna.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Sigurður Ingiberg Ólafsson átti hvað stærstan þátt í sigri Stjörnunnar í kvöld en hann varði 25 skot í markinu og var með skyttur Eyjaliðsins, og þá sérstaklega Einar Sverrisson,í vasanum allan tímann. Frábær frammistaða. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með þremur mörkum, 14-11. Sigurður byrjaði leikinn í fantaformi í marki Stjörnunnar og hélt hreinu fram á 10. mínútu. Stjörnumenn gerðu hins vegar aðeins tvö mörk á þessum tíma og hefðu með meiri skynsemi og aga í sóknarleiknum haft betri forystu. Hrannar Bragi Eyjólfsson, sem byrjaði inn á í stöðu leikstjórnanda, tapaði boltanum til að mynda fjórum sinnum á fyrstu 15 mínútum leiksins. Stjörnumenn leiddu með þremur mörkum, 7-4, um miðjan fyrri hálfleik. Þá fékk Vilhjálmur Halldórsson tveggja mínútna brottvísun og það nýttu gestirnir sér, skoruðu fjögur mörk gegn einu heimamanna og jöfnuðu metin í 8-8. Í stöðunni 10-9 fyrir Stjörnuna var Grétari Þór Eyþórssyni vikið af velli. Garðbæingar spiluðu vel í yfirtölunni og komust fjórum mörkum yfir, 13-9, eftir að Hilmar Pálsson, sem tók Agnar Smára Jónsson úr umferð allan leikinn, stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Stjörnumenn leiddu sem fyrr sagði með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn vel, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og náðu fimm marka forskoti, 16-11. Garðbæingar spiluðu ljómandi vel fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu, 22-16. Egill Magnússon var frábær í seinni hálfleik, skoraði sjö mörk, tók af skarið á réttum augnablikum og deildi auk þess út stoðsendingum á félaga sína. Sverrir Eyjólfsson var einn þeirra sem naut góðs af því en hann var öflugur á línunni í kvöld og skoraði sjö mörk. En það er stutt í vitleysuna hjá Stjörnunni og þeir hleyptu Eyjamönnum inn í leikinn með afar óskynsömum leik á lokamínútunum. Gestirnir runnu á lyktina og færðust alltaf nær og nær. Þeir skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25. Nær komust þeir hins vegar ekki og Stjörnumenn fögnuðu mikilvægum sigri sem ætti að veita þeim byr undir báða vængi í baráttunni sem framundan er. Egill var þeirra markahæstur með átta mörk en Sverrir kom næstur með sjö mörk. Þá gerði Andri Hjartar Grétarsson fimm mörk úr vinstra horninu. Theodór Sigurbjörnsson, Andri Heimir Friðriksson og Agnar Smári Jónsson skoruðu fjögur mörk hver fyrir ÍBV sem er í 6. sæti deildarinnar.Egill: Annar leikurinn í vetur sem við spilum vel í 60 mínútur Egill Magnússon sýndi á sér sparihliðarnar þegar Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍBV í kvöld. Egill skoraði átta mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. Stórskyttan unga átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Hann var að vonum sáttur eftir leik, en gerðu Stjörnumenn þetta ekki full spennandi undir lokin. "Jú, ég veit það samt ekki. Þeir minnkuðu muninn mest í eitt mark, held ég," sagði Egill sem var mjög ánægður með frammistöðu Stjörnuliðsins í kvöld. "Þetta var annar leikurinn í vetur þar sem við spilum vel í 60 mínútur. Við höfum alltaf klúðrað þessu á svona 10 mínútna köflum í leikjunum í vetur, en ekki núna. "Leikurinn var mjög góður og þá sérstaklega varnarlega. Við keyrðum hratt á þá og skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum," sagði Egill sem hrósaði markverðinum Sigurði Ingiberg Ólafssyni fyrir hans þátt í sigri Stjörnunnar. "Hann tók mikilvæga bolta og var frábær sem og vörnin. Þegar vörnin er sterk er markvörðurinn oftast góður. Siggi fær hæstu einkunn fyrir þennan leik," sagði Egill að lokum.Gunnar: Hann var með okkur í vasanum Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sagði að slæm byrjun hafi orðið hans liði að falli gegn Stjörnunni í dag. "Við mættum ekki nógu klárir til leiks í kvöld," sagði Gunnar. "Eins og ég sagði við mína menn eru Stjörnumenn að berjast fyrir lífi sínu. Það er eitt að mæta liðum í 2. og 3. sæti, en annað að mæta botnliðunum á þessum tíma. Það er mjög erfitt. "Stjörnumenn voru miklu klárari og grimmari en við. Byrjunin var erfið og við náðum aldrei að hrista hana af okkur," sagði Gunnar sem var ekki sáttur með vandræðaganginn í sóknarleik ÍBV í kvöld, en Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en á 10. mínútu. "Við vorum í vandræðum sóknarlega. Þetta var erfitt, útilínan var öll köld og við klikkuðum líka á góðum færum í hornunum og á línu. "Það verður samt að gefa Sigurði (Ingiberg Ólafssyni) kredit, hann var stórkostlegur í markinu hjá Stjörnunni. Hann var með skytturnar í vasanum og tók líka færi úr hornum og línu. Hann var gjörsamlega frábær," sagði Gunnar. Hann segir að Eyjamenn þurfi að bæta leik sinn á næstunni ef þeir ætla að gera einhverjar rósir í úrslitakeppninni í vor. "Við þurfum að vera betri en þetta. Ég var að vonast til að við værum komnir með meiri stöðugleika. Við erum frábærir einn daginn og alls ekki góðir hinn daginn. Við þurfum að ná upp meiri stöðugleika fyrir úrslitakeppnina," sagði Gunnar að lokumEgill Magnússon skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira