Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2015 09:38 Flugfélag Íslands gerir miklar breytingar á flota sínum. vísir/valli Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að eftir breytinguna verður Flugfélag Íslands með fimm flugvélar í rekstri, þrjár Q400 og tvær Bombardier Q200. Q400 flugvélarnar taka 74 farþega en Fokker 50 flugvélarnar taka 50 farþega. Á þessu ári verða 23 Boeing 757-200 flugvélar í rekstri Icelandair sem taka 183 farþega og ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Af þessum 24 flugvélum eru 22 í eigu félagsins en tvær á leigu og verður þeim skilað næsta haust. Tekin hefur verið ákvörðun um að leysa þær af hólmi með tveimur Boeing 767-300 vélum sem taka um 260 farþega. Þær munu fljúga í leiðarkerfinu frá og með vorinu 2016. Í tilkynningu Icelandair Group segir að há sætanýting á mörgum flugleiðum félagsins allan ársins hring, auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum geri það fýsilegt að taka inn stærri flugvélar. Jafnframt hefur stækkun flugflota félagsins undanfarin ár gert það að verkum að það er aukin hagkvæmni í því að hafa fleiri stærðir af flugvélum í flotanum. Það er mat Icelandair Group að Boeing 767 flugvélarnar séu um margt líkar Boeing 757 flugvélunum hvað varðar viðhald og þjálfun áhafna og þekkir félagið rekstur slíkra véla vel. Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur um árabil verið með slíkar vélar í leiguverkefnum og hefur Icelandair séð um viðhald þeirra. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort flugvélarnar verði leigðar eða keyptar. „Það hefur verið mikið hagræði af því að hafa einsleitan flota hjá Icelandair en þegar leiðarkerfið og flugflotinn nær ákveðinni stærð þá verður það fýsilegra að hafa fleiri stærðir flugvéla í flotanum. Há sætanýting allan ársins hring auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum styðja jafnframt við þessa ákvörðun. Hvað varðar Flugfélag Íslands þá mun einföldun flotans skila meiri breidd í framboði auk þess sem þjálfun áhafna verður einfaldari,“ segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group í tilkynningu. Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að eftir breytinguna verður Flugfélag Íslands með fimm flugvélar í rekstri, þrjár Q400 og tvær Bombardier Q200. Q400 flugvélarnar taka 74 farþega en Fokker 50 flugvélarnar taka 50 farþega. Á þessu ári verða 23 Boeing 757-200 flugvélar í rekstri Icelandair sem taka 183 farþega og ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Af þessum 24 flugvélum eru 22 í eigu félagsins en tvær á leigu og verður þeim skilað næsta haust. Tekin hefur verið ákvörðun um að leysa þær af hólmi með tveimur Boeing 767-300 vélum sem taka um 260 farþega. Þær munu fljúga í leiðarkerfinu frá og með vorinu 2016. Í tilkynningu Icelandair Group segir að há sætanýting á mörgum flugleiðum félagsins allan ársins hring, auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum geri það fýsilegt að taka inn stærri flugvélar. Jafnframt hefur stækkun flugflota félagsins undanfarin ár gert það að verkum að það er aukin hagkvæmni í því að hafa fleiri stærðir af flugvélum í flotanum. Það er mat Icelandair Group að Boeing 767 flugvélarnar séu um margt líkar Boeing 757 flugvélunum hvað varðar viðhald og þjálfun áhafna og þekkir félagið rekstur slíkra véla vel. Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur um árabil verið með slíkar vélar í leiguverkefnum og hefur Icelandair séð um viðhald þeirra. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort flugvélarnar verði leigðar eða keyptar. „Það hefur verið mikið hagræði af því að hafa einsleitan flota hjá Icelandair en þegar leiðarkerfið og flugflotinn nær ákveðinni stærð þá verður það fýsilegra að hafa fleiri stærðir flugvéla í flotanum. Há sætanýting allan ársins hring auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum styðja jafnframt við þessa ákvörðun. Hvað varðar Flugfélag Íslands þá mun einföldun flotans skila meiri breidd í framboði auk þess sem þjálfun áhafna verður einfaldari,“ segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group í tilkynningu.
Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira