Biðröð eftir 707 hestafla Dodge Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 09:33 Dodge Challenger Hellcat setur öll 707 hestöflin niður á afturöxulinn. Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent