Atletico Madrid heldur áfram að tapa stigum í spænska fótboltanum, en nú síðdegis gerðu þeir markalaust jafntefli við Espanyol.
Staðan var markalaus í hálfleik og ekki batnaði ástandið undir lok fyrri hálfleiks þegar Miranda, varnarmaður Atletico Madrid, fékk að líta reisupassann.
Gestirnir frá Madríd voru þó hættulegri, en náðu ekki að skora úr sínum sex skotum á markið. Lokatölur 0-0.
Atletico því í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Valencia, sem er í þriðja sæti og sjö stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum. Espanyol er í áttunda sæti.
